Bjöllukórinn og Lúðrasveitin

Næsta sunnudag, þann 18. nóvember, mun Bjöllukór skólans leika við messu kl. 11.00 í Keflavíkurkirkju/Kirkjulundi.

Þriðjudaginn 20. nóvember n.k. heldur Lúðrasveitin sína árlegu Hausttónleika. Tónleikarnir verða í Stapa, Hljómahöllinni kl.19.30. Eins og undanfarin tvö haust, verða þetta bíótónleikar. Leikin verður tónlist úr kvikmyndum og sýndar stiklur úr viðkomandi mynd. Fram koma allar þrjár lúðrasveitir skólans. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.