Hausttónleikar gítarsveita skólans verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 4. desember kl.17.30. Kennarar og stjórnendur eru Aleksandra Pitak og Þorvaldur Már Guðmundsson.
Í hléi stendur foreldrafélag gítardeildarinnar fyrir kaffisölu og rennur ágóðinn í ferðasjóð gítarsveitanna.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.