Það sem af er skólaárinu hafa verið haldnir 3 tónfundir, dagana 16., 17. og 22. október s.l. Tónfundirnir, þar sem fram kom glæsilegur hópur nemenda, voru vel undirbúnir , skemmtilegir og mjög vel sóttir af áheyrendum.
Tónfundir eru mjög mikilvægur þáttur í tónlistarnáminu og eitt að því sem þeir stuðla að, er að vinna bug á svokölluðum „sviðsskrekk“. Því reglulegar sem nemendur koma fram á tónfundum og öðrum tónleikum, því auðveldar eiga þeir með að koma fram og spila fyrir aðra. Það er því mjög mikilvægt að aðstandendur nemenda styðji við bakið á sínu fólki og öðrum nemendum um leið, með því að mæta vel á tónleika skólans.