Innritun og skólaslit

INNRITUN

Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2019-2020.
Enn eru nokkur laus pláss fyrir nýja nemendur, m.a. á  trompet, horn, básúnu, túbu, klarinett, þverflautu, saxófón, rafbassa, harmoníku, fiðlu.
Einnig getum við bætt við okkur örfáum nemendum í Suzuki-blokkflautu og Suzuki-píanó.
Sækja skal um hér á vefnum undir hnappnum „Nýjar umsóknir“.
Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að.

SKÓLASLIT

Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 24. maí kl. 18.00.
Tónlistaratriði. Afhending prófskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt.
Allir hjartanlega velkomnir

SKRIFSTOFAN

Skrifstofa skólans verður lokuð frá mánudeginum 27. maí til þriðjudagsins 11. júní. Hún verður þá opin til og með föstudeginum  14. júní.
Eftir það verður hún lokuð til 19. ágúst.