Að lokum

SKÓLASLIT 2019
Skólanum var slitið síðasta föstudag 24. maí. Á þeirri athöfn fengu nemendur sem lokið höfðu grunn- og miðprófum í hljóðfæraleik og söng prófskírteini sín ásamt nemendum sem höfðu lokið miðprófi í tónfræðigreinum.
Haraldur Árni skólastjóri fór yfir það allra helsta sem var á döfinni í vetur og boðið var upp á tónlistaratriði frá Bjöllukór skólans og kom Bergur Daði Ágústsson trompetnemandi einnig fram. 
Í lok athafnar voru Hvatningaverðlaun Íslandsbanka veitt, en þau verðlaun eru veitt einum nemanda sem hefur skarað fram úr þann veturinn og var það slagverksnemandinn Kristberg Jóhannsson sem hlaut þau. Útibússtjóri Íslandsbanka Sighvatur Gunnarsson veitti verðlaunin.

SKRIFSTOFAN OG NÝJAR UMSÓKNIR
Það er alltaf opið fyrir nýjar umsóknir (hnappur hér að ofan), en ef nemandi vill eiga möguleika á því að komast að næsta skólaár, er mjög æskilegt að sótt sé um í síðasta lagi 7. júní n.k. Eftir þann dag verður unnið úr nýjum umsóknum. Þeir sem fá skólavist, fá tilkynningu um það í tölvupósti. Aðrar umsóknir fara á biðlista.
Skrifstofa skólans verður lokuð frá mánudeginum 27. maí til þriðjudagsins 11. júní. Hún verður þá opin til og með föstudeginum  14. júní. Eftir það verður hún lokuð til 19. ágúst.

Kristberg og Sighvatur

Nemendur sem luku grunnprófi ásamt skólastjóra og aðstoðarskólastjóra