Vetrarlok

Nú styttist í annan endann á þessum vetri og tónleikavertíðin að hefjast. Hér til hliðar á viðburðadagatali okkar eru komnir inn allir tónleikar vorsins, bæði einkatónleikar og hljómsveitatónleikar. 

Skólaslit fara fram föstudaginn 24. maí kl.18:00 í Stapa og er gert ráð fyrir því að allir nemendur skólans komi á þau. Þar fá nemendur afhent vitnisburðarblöð með einkunnum og umsögnum kennara sinna. 

Fréttabréf Tónlistarskólans, Tónvísir, er einnig komið út og hægt að nálgast það hér eða í flipanum að ofan!