Við erum að fara af stað með kór sem ætlaður er börnum á aldrinum 9-11 ára (í 4. til 6. bekk). Í kórstarfinu verður lögð áhersla á raddþjálfun, leiklistaræfingar, framkomu og tónheyrnarþjálfun og að sjálfsögðu verður kenndur fjöldinn allur af lögum sem sungin verða bæði einradda og í röddum.
Kórinn er ætlaður fyrir bæði nemendur Tónlistarskólans og önnur börn á þessum aldri sem búsett eru í Reykjanesbæ. Þau börn þurfa ekki að öðru leiti að vera nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, en þeim ber að greiða kórgjald, kr. 20,000 fyrir veturinn. Sjá gjaldskrá skólans hér á vefsíðunni. Almennir nemendur Tónlistarskólans greiða hins vegar ekki kórgjaldið.
Æfingar verða á mánudögum og fimmtudögum frá kl.16-16.45 í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2.
Sækja skal um á skrifstofu skólans. Umsækjendur verða teknir í raddprófun áður en inntaka í kórinn verður staðfest. Hámarksfjöldi í kórinn er 40 börn.
Kórstjóri og kennari er Bylgja Dís Gunnarsdóttir og meðleikari á píanó er Sigrún Gróa Magnúsdóttir.