Hvatagreiðslur

Nemendur á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á hvatagreiðslum frá Reykjanesbæ og hvetjum við forráðamenn að nýta sér það. Hvert barn á rétt á niðurgreiðslu allt að 35.000kr. og er greitt út 10. hvers mánaðar. Aðeins tvær greiðslur eru eftir á þessu ári áður en inneignin verður niðurfelld um áramót. 
Allar helstu upplýsingar er að finna hér

 

 

Starfsemi Tónlistarskólans 3. – 17. nóv

Kennsla tónlistarskólans í grunnskólum Reykjanesbæjar
-Forskólakennsla verður í öllum grunnskólunum nema Stapaskóla
-Hljóðfærakennsla getur farið fram í grunnskólunum. Umsjónakennarar hafa samband við sína nemendur ef breyta þarf tímum vegna breyttrar viðveru nemenda í 5. – 7. bekk.
-Grímuskylda gildir fyrir kennara tónlistarskóla sem fara inn í grunnskóla í hljóðfærakennslu.
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
 
Kennsla í Tónlistarskólanum í Hljómahöll
-Grímuskylda er í öllu starfi með nemendum innan tónlistarskóla. Hún á við bæði við kennara og nemendur. Undanþágur snúa að kennslu á blásturshljóðfæri og söngkennslu.
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
-Tónfræðagreinar verða áfram í fjarkennslu hjá okkur.
-Allt hljómsveitastarf, allt samspilsstarf, allt tónleikahald og Suzuki-hóptímar liggur niðri enn um sinn.
-Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda.
 
Svo það allra mikilvægasta; handþvottur og spritt fyrir hverja kennslustund!

Mánudagurinn 2. nóvember

Kæru nemendur og forráðamenn.

Vegna hertra sóttvarnareglna sem fela í sér breytingar innan í grunnskólanna, verða ekki hljóðfæratímar í grunnskólunum né forskóli á morgun, mánudaginn 2. nóvember.
Við munum senda ykkur póst á morgun um framhaldið, þegar við höfum fengið ítarlegri upplýsingar.

Öll önnur kennsla Tónlistarskólans helst óbreytt, þ.e. Kjarni og allar aðrar tónfræðagreinar í fjarkennslu, hljóðfærakennsla sem fram fer hér í Tónlistarskólanum, rytmísk deild og söngdeild.

Samspil og hljómsveitastarf liggur niðri enn um sinn.

Hópastarf fellur niður og grímuskylda

Öllu hópastarfi hefur verið slegið á frest frá og með miðvikudeginum 21. október, gildir í óákveðinn tíma. Þetta á við um alla tónfræðitíma, samspil, hljómsveitir og hóptíma innan söngdeildar. Tónfræðikennslan mun færast í fjarkennslu og vinna nú kennarar hörðum höndum að þeirri skipulagningu.

Öll hljóðfæra- og söngkennsla (einkakennsla) verður hins vegar eins og venjulega, út í grunnskólunum og hér í tónlistarskólanum.

Fjarkennsla frá og með mánudeginum 26. október, í óákveðinn tíma:
*Allur Kjarni. Kennarar: Gíslí, Elín og Jóna.
*Nótnalestur. Kennarar: Dagný og Kristinn.
*Tónheyrn, hljómfræði, jass-hljómfræði, tónlistarsaga. Kennarar: Magni, Eyþór og Gísli.

Fellur niður um óákveðinn tíma, frá og með miðvikudeginum 21. október:
*Allt hljómsveitastarf.
*Öll samspil.
*Kór söngdeildar.
*Opin söngdeild, klassísk.
*Opin söngdeild, rytmísk.
*Leiklist söngdeildar.

Grímuskylda fyrir alla fædda árið 2004 eða fyrr
Frá og með miðvikudeginum 21. október n.k. verður tekin upp grímuskylda hér í tónlistarskólanum.

*Nemendur eiga að vera með grímu á göngum/stigagöngum skólans, biðsvæðum og salernum.
*Nemendur eiga að vera með grímu í öllum kennslustundum þar sem hægt er að koma því við.
*Í þeim námsgreinum sem ekki er hægt að hafa grímu, skal hún tekin niður þegar nemandinn er kominn inn í kennslustofuna og sett upp aftur áður en gengið er út úr stofunni.
*Í þeim tilfellum sem ekki er hægt að hafa grímu í kennslustundum, skulu bæði kennari og nemandi gæta a.m.k. 2 metra fjarlægðar sbr. 5. gr. gildandi reglugerðar um takmörkun á skólastarfi.
*Fjarlægðartakmarkanir skulu vera í samræmi við gildandi geglugerð hverju sinni, þar til grímuskyldan verður afnumin.

Frekari upplýsingar um starfsemi skólans í heimsfaraldri er að finna undir hnappnum „COVID-19 og sóttvarnarreglur“ hér að ofan.

Vetrarfrí

Mánudaginn 19. okt og þriðjudaginn 20. okt er vetrarfrí í Tónlistarskólanum og fer því engin kennsla fram. Við vonum að nemendur okkar og forráðamenn hafi það gott í fríinu.

Smit og hóptímar falla niður

Miðvikudaginn 14. október kom upp Covid-smit hjá einum nemanda okkar, sem nú er að sjálfsgðu í einangrun. Í tengslum við það er nánast öll Lúðrasveit B komin í sóttkví sem og 4 kennarar skólans. Smitrakningateymi Almannavarna er komið með allar nauðsynlegar upplýsingar og setur sig í samband við hópinn varðandi næstu skref.
 

Í ljósi útbreiðslu smita hér í Reykjanesbæ og fólks í sóttkví þá falla niður allir hóptímar frá og með fimmtudeginum 15. október. Þetta eru allir tónfræðitímar, hljómsveita- og samspilsæfingar, kór og leiklist söngdeildar og tónleikar sem voru á dagsskrá hjá okkur. Staðan verður tekin aftur eftir vetrarfrí skólans sem er dagana 19. og 20. október.

Skerping á reglum varðandi COVID

Í ljósi þróunar yfirstandandi Covid-bylgju, þá er nauðsynlegt að setja að nýju skýrar reglur hér í skólanum varðandi umgengni eldri nemenda og forráðamanna og skerpa á sóttvarnarhegðun.
Um er að ræða nemendur 16 ára og eldri (þ.m.t. fullorðnir nemendur) og forráðamenn nemenda almennt.

Nemendur 16 ára og eldri:
-Þessi aldurshópur er eindregið hvattur til að nota grímur í þeim kennslustundum sem hægt er að koma því við. Þeir sem það gera þurfa sjálfir að koma með grímur.
-Jafnframt að passa upp á fjarlægðarmörk, t.d. í biðaðstöðu á báðum hæðum skólans og í kennslustofum eins og hægt er.
-Að þvo sér vel um hendur og spritta áður en gengið er inn í hóptímastofur. Það eru sprittbrúsar framan við hverja hóptímastofu.
-Að þvo sér vel um hendur rétt áður áður en farið er í einkatíma og spritta þegar inn í stofuna er komið. Það eru sprittbrúsar í öllum hljóðfæra- og söngstofum.
-Séu nemendur slappir, lasnir eða með kvef, óskum við eftir því að þeir mæti ekki í tónlistarskólann, heldur tilkynni veikindi.

Forráðamenn:
-Vinsamlegast ekki koma inn í skólann nema þið eigið brýnt erindi.
-Séu nemendur slappir, lasnir eða með kvef, óskum við eftir því að þeir mæti ekki í tónlistarskólann og veikindi séu tilkynnt.
-Þátttaka foreldra í námi Suzukinemenda er brýnt erindi, svo eðli málsins samkvæmt fylgja þeir börnum sínum í hljóðfæra – og hóptíma.
-Foreldrar Suzukinemenda eru eindregið hvattir til að nota grímur eins og hægt er og þvo hendur og spritta rétt áður en farið er í tíma. Þeir sem nota grímur þurfa sjálfir að koma með þær.
-Foreldrar Suzukinemenda gæti að fjarlægðarmörkum meðan beðið er eftir að kennslustund hefjist.
-Að þið hvetjið börn ykkar til að þvo sér vel um hendur hér í skólanum og spritta áður en þau fara í tíma.

Upphaf skólaársins 2020-21

Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi þriðjudaginn 18. ágúst og er opin alla virka daga frá kl.9-17. 
Þau sem hafa fengið inngöngu í nám fengu staðfestingu á skólavist í júní sl. Aðrir fara sjálfkrafa á biðlista.

Kennsla í hljóðfæragreinum og söng hefst miðvikudaginn 26. ágúst.
Kennsla í tónfræðagreinum hefst mánudaginn 31. ágúst
Lúðra-, strengja- og gítarsveitaæfingar hefjast mánudaginn 31. ágúst
Önnur samspil og hóptímar hefjast eins fljótt og auðið er, kennarar láta sína nemendur vita.

Umsjónakennarar hafa samband við sína nemendur varðandi tímasetningar allra einka- og hóptíma.

Lok skólaársins og innritun

Vortónleikar
Vortónleikar standa yfir frá og með 15. maí til og með 27. maí.
Dagsskránna er að finna hér að ofan undir hnappnum „Vortónleikar 2020“.
Vegna gildandi samkomutakmarkana verður tónleikunum streymt á YouTube, án tónleikagesta, hér.

Skólaslit
Síðasti kennsludagur vetrarins er þriðjudagurinn 26. maí.
Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 29. maí kl.18.00.
Afhending áfangaprófsskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt. Tónlistaratriði.
Skólaslitunum verður streymt á YouTube án gesta hér.

Innritun
Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2020-2021.
Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að.
Sækja skal um á hér á heimasíðunni undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“

Tónvísir
Vorútgáfa fréttabréfs skólans, Tónvísis, er nú komið út og hægt að nálgast það hér.