Smit og hóptímar falla niður

Miðvikudaginn 14. október kom upp Covid-smit hjá einum nemanda okkar, sem nú er að sjálfsgðu í einangrun. Í tengslum við það er nánast öll Lúðrasveit B komin í sóttkví sem og 4 kennarar skólans. Smitrakningateymi Almannavarna er komið með allar nauðsynlegar upplýsingar og setur sig í samband við hópinn varðandi næstu skref.
 

Í ljósi útbreiðslu smita hér í Reykjanesbæ og fólks í sóttkví þá falla niður allir hóptímar frá og með fimmtudeginum 15. október. Þetta eru allir tónfræðitímar, hljómsveita- og samspilsæfingar, kór og leiklist söngdeildar og tónleikar sem voru á dagsskrá hjá okkur. Staðan verður tekin aftur eftir vetrarfrí skólans sem er dagana 19. og 20. október.