Kæru nemendur og forráðamenn.
Vegna hertra sóttvarnareglna sem fela í sér breytingar innan í grunnskólanna, verða ekki hljóðfæratímar í grunnskólunum né forskóli á morgun, mánudaginn 2. nóvember.
Við munum senda ykkur póst á morgun um framhaldið, þegar við höfum fengið ítarlegri upplýsingar.
Öll önnur kennsla Tónlistarskólans helst óbreytt, þ.e. Kjarni og allar aðrar tónfræðagreinar í fjarkennslu, hljóðfærakennsla sem fram fer hér í Tónlistarskólanum, rytmísk deild og söngdeild.
Samspil og hljómsveitastarf liggur niðri enn um sinn.