Jólatónleikar

Það er mikið um að vera núna í desember og eru um 30 jólatónleikar á dagsskrá. Undir flipanum „Viðburðir“ hér að ofan má nálgast jóladagskránna. Á þessa tónleika eru allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Einnig vekjum við athygli að því að jólaútgáfa Tónvísis, fréttabréf skólans, er aðgengileg hér að ofan.

Höfðingleg gjöf til skólans

Eyþór Eyjólfsson, sem ber listamannsnafnið Ethoríó, færði Tónlistarskólanum fyrir nokkrum dögum fallegt málverk af Rúnari Júlíussyni tónlistarmanni, þar sem hann skartar því sem hann var þekktastur fyrir, tónlist og knattspyrnu.

Eyþór sem er mjög flinkur trommuleikari, er fyrrum slagverksnemandi skólans og hefur spilað með bæði lúðrasveit og léttsveit skólans auk ýmissa samspilshópa. Auk þess hefur hann starfað með rokkhljómsveitum utan skólans. Með þessari fallegu gjöf, vill Eyþór þakka Tónlistarskólanum fyrir þá tónlistarmenntun, reynslu og þroska sem hann öðlaðist í námi sínu við skólann.

Eyþór stundaði myndlistarnám við LHÍ og er á leið í áframhaldandi myndlistarnám í Bournemouth í Englandi.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar þakkar Eyþóri innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hans hlýja hug til skólans.

Söngnámskeið

Skólinn býður upp á tvenn söngnámskeið í haust, eitt ætlað söngelskum frá 15 ára aldri og annað ætlað kórafólki. Frekari upplýsingar eru undir „Söngnámskeið“ hnappnum hér að ofan.

Upphaf skólaársins 2017-2018

Formleg kennsla í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefst föstudaginn 25. ágúst (tónfræði og kjarni byrjar 4. sept). Það er engin formleg skólasetning en umsjónakennarar munu hafa samband við sína nemendur með öllum helstu upplýsingum um einka- og hóptíma. Á það bæði við um nýja og eldri nemendur.

Hægt er að sækja um skólavist fyrir nýja nemendur í gegnum vefinn með því að ýta á „Nýjar umsóknir“ hér að ofan.

Skólaslit 2017

Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöllinni, þriðjudaginn 30. maí kl. 18.00. Það hefur ávallt verið fjölmenni við skólaslit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og nú sem endranær eru allir velkomnir. Á skólaslitunum verða að venju afhent prófskírteini og aðrar einkunnir, Íslandsbanki mun veita nemanda hin árlegu „Hvatningarverðlaun“ bankans og falleg tónlist verður flutt. Athöfnin tekur u.þ.b eina klukkustund. 

 

Tónleikar tileinkaðir Hafliða Hallgrímssyni

Laugardaginn13. maí mun Hljómborðsdeild skólans og Slagharpan standa fyrir tónleikum tileinkuðum Hafliða Hallgrímssyni tónskáldi og myndlistarmanni.
Tónleikarnir verða í Bíósal Duus-húsa, þar sem sýning á myndverkum Hafliða stendur nú yfir, og hefjast kl.14.00.
Flutt verða m.a. lög úr píanóbókinni „Scenes of Poland“ eftir Hafliða (Hallgrímsson).

Allir velkomnir.

Framhalds- og burtfarartónleikar

Guðbjörg Guðmundsdóttir, mezzosópran, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika sína í Bergi, Hljómahöll, sunnudaginn 14. maí kl.16.00. Meðleikari á píanó er Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Umsóknir fyrir nýja nemendur

Umsóknir nýrra nemenda um skólavist skólaárið 2017-2018 eru hér á vef skólans, undir hnappnum „Nýjar umsóknir“ og einnig á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is undir hnappnum „Allar umsóknir“ – „Menntun og fræðsla“

Einnig er hægt að sækja um skriflega á umsóknareyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu skólans að Hjallavegi 2.

Nemendur sem nú þegar stunda nám við skólann eru svo minntir á að endurnýja umsókn sína fyrir næsta ár með því að skila inn umsókn sem umsjónakennari hefur afhent.