Tónleikar á næstunni

Fimmtudaginn 21. mars blæs Forskóli 2 til stórtónleika og fær með sér í lið eldri lúðrasveit skólans og rokkhljómsveit. Tónleikarnir eru tvennir og eru í Stapa. 
Í Forskóla 2 eru allir nemendur 2. bekkjar í Reykjanesbæ, þau hafa æft af kappi vænlega efnisskrá í allan vetur undir handleiðslu kennara frá Tónlistarskólanum.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl.17 og koma þar fram nemendur úr Akurskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Stapaskóla.
Seinni tónleikarnir hefjast kl.18 og koma þar fram nemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla.
Tónleikarnir henta öllum aldurshópum og er aðgangseyrir enginn.

Mánudaginn 25. mars er komið að elstu nemendum skólans þar sem tónleikar lengra kominna nemenda fara fram í Bergi kl.19:30. Þar koma fram okkar elstu og færustu nemendur og sýna fram á snilli sína með fjölbreyttri og skemmtilegri dagsskrá. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir enginn.

Lúðrasveitatónleikar

Fimmtudaginn 7. mars fara fram lúðrasveitatónleikar í Stapa kl.18. Þar koma fram yngri og eldri sveit skólans og flytja fjölbreytta og skemmtilega dagsskrá. Það eru allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Dagur tónlistarskólanna

Dagur Tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar laugardaginn 9. febrúar. Dagsskráin hefst á tónleikum Forskóla 2 kl.10:30 í Stapa þar sem þau flytja tvö lög ásamt hljómsveit skipuð kennurum skólans. Strax í kjölfarið er síðan þessum nemendum og öðrum áhugasömum boðið í hljóðfærakynningu þar sem þau fá tækifæri til að leika á hljóðfæri og fá leiðsögn frá kennurum skólans.
Á meðan á hljóðfærakynningunni stendur, frá kl.11:00, fara fram tónleikar með ýmsum samleikshópum á Torginu á 2. hæð skólans. 
Kaffihús Bjöllukórs TR verður opið frá kl.10.30 – 12.30 þar sem ljúffengar veitingar verða á vægu verði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð Bjöllukórsins.

Jólatónleikar

Nú er jólavertíðin að skella á í öllu sínu veldi. Hér til hliðar á viðburðardagatali okkar eru komnir inn allir okkar jólatónleikar en samtals eru 26 tónleikar á dagsskrá hjá okkur í aðdragenda jóla. Það eru allir velkomnir á þessa tónleika og er aðgangseyrir enginn.

Einnig er hægt að nálgast allar upplýsingar um jólatónleikana og margt fleira í nýjustu útgáfu Tónvísis, fréttabréfi skólans hér

Tónleikar á næstunni

Léttsveit TK/TR 30 ára!

Léttsveit TK var stofnuð í september fyrir 30 árum síðan. Nú höldum við tónleika í tilefni afmælisins. Fram koma Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir stjórn Eyþórs Kolbeins og Stórsveit Suðurnesja, sem samanstendur af meðlimum fyrri sveita, undir stjórn Karenar Sturlaugsson. Allir velkomnir, sérstaklega fyrrverandi meðlimir! Aðgangur ókeypis.

Dagur íslenskrar tungu – tónleikar
Tónleikar píanó og söngnemenda við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað með tónleikum föstudaginn 16. nóvember n.k.  kl. 17:30 í Bergi, Hljómahöll. 
Á tónleikunum munu söngnemendur flytja lög við ljóð nokkurra helstu skálda þjóðarinnar
við undirleik píanónemenda.
Þetta er í fyrsta skipti sem hljómborðsdeild og söngdeild tónlistarskólans
halda tónleika af þessu tilefni.
Allir hjartanlega velkomnir!

Hausttónleikar Lúðrasveit TR
Lúðrasveitir skólans koma fram og spila efni sem nemendur þeirra hafa æft í haust. Lúðrasveitirnar eru tvær og er yngri sveitinni stjórnað af Þórörnu Salómé Brynjólfsdóttur og Ragnheiði Eir Magnúsdóttur, eldri sveitinni stjórna Harpa Jóhannsdóttir og Þorvaldur Halldórsson. Tónleikarnir eru þriðjudaginn 20. nóv kl.18:00 í Stapa. Allir velkomnir!