Óbreytt kennsla á morgun, mánudag 12. febrúar


Nú er það orðið ljóst að skólastarf hjá okkur í Tónlistarskólanum verður á morgun og næstu daga skv. stundatöflu, bæði hér í húsi og út í grunnskólunum, þrátt fyrir að ennþá sé ekkert heitt vatn í húsum. Það sama er hjá leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar.

Búið er að koma fyrir hljóðlátum hitunartækjum í kennslustofum sem ættu að duga vel. Í sumum stofum gengur reyndar brösuglega að halda tækjunum gangandi vegna útsláttar, en vonandi tekst að skipta út öryggjum í rafmagnstöflum fyrir þau rými í fyrramálið.

Það á jafnframt að vera búið að koma fyrir hitunartækjum í forskólastofum og hljóðfærakennslustofum í grunnskólunum, svo það á allt að vera í stakasta lagi þar.