Vinnustytting og vetrarfrí

Fimmtudaginn 19. október er vinnustytting hjá okkur og því engin kennsla þann dag.

Föstudaginn 20. október og mánudaginn 23. október er vetrarfrí til samræmis við vetrarfrí í grunnskólum Reykjanesbæjar og því engin kennsla þessa daga.

Kvennaverkfall þriðjudaginn 24. október

Kæru nemendur og forráðamenn.

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október næstkomandi. Konur og kvár sem geta, munu þá leggja niður störf. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun. Eftirtaldir starfsmenn Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hafa tilkynnt að þeir ætli að taka þátt í kvennaverkfallinu.

Birta R. Sigurjónsdóttir, söngkennari rytmískrar deildar. Dagný Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri, söngkennari. Geirþrúður F. Bogadóttir, deildarstjóri, forskólakennari, klarinettkennari. Guðríður E. Halldórsdóttir, píanókennari, meðleikari, Suzuki-píanókennari. Hjördís Einarsdóttir, forskólakennari. Jelena Raschke, forskólakennari, píanókennari, meðleikari. Jóhanna M. Kristinsdóttir, forskólakennari, tónfræðakennari (KJA). Karen J. Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri, trompetkennari, stjórnandi bjöllukórs. Mariia Ishchenko, píanókennari, meðleikari. Monika M. Malesa, ræstitæknir með meiru. Ragnheiður E. Magnúsdóttir, þverflautukennari, stjórnandi lúðrasveita. Renata Ivan, deildarstjóri, píanókennari, meðleikari. Sigrún G. Magnúsdóttir, píanókennari, blokkflautukennari, Suzuki-blokkflautukennari, meðleikari. Tone Solbakk, forskólakennari. Unnur Pálsdóttir, fiðlukennari, stjórnandi kammerhópa. Þórarna S. Brynjólfsdóttir, málmblásturskennari, stjórnandi lúðrasveita. Þórunn Harðardóttir, fiðlukennari, víólukennari, stjórnandi strengjasveita.

Nemendur Tónlistarskólans í Ungsveit Sinfó


Við í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar erum heldur betur stolt af nemendum okkar, fyrrverandi og núverandi, sem eru að taka þátt í Ungsveit Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hvetjum alla til að mæta á tónleikana sem verða í Eldborgarsal Hörpu næstkomandi sunnudag 24. september kl. 17:00.

Fréttin hér fyrir neðan er úr nýjasta tölublaði Víkurfrétta.

Bjöllukórinn og Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Bjöllukórinn verður að venju þátttakandi í Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands eins og undanfarin ár og við erum enn og aftur afar stolt af því. Um er að ræða ferna tónleika sem verða að venju í Eldborg í Hörpu, laugardaginn 17. desember og sunnudaginn 18. desember og báða dagana kl. 14 og 16. Að þessu sinni verður yngri Bjöllukórinn einnig með í þessu verkefni og hefur það hlutverk að spila frammi á gangi fyrir tónleikagesti eftir hverja tónleika. Eldri Bjöllukórinn spilar hins vegar fyrir tónleikagesti á undan hverjum tónleikum og fer svo á svið með Sinfóníunni. Við hvetjum alla til þess að ná sér í miða en þeir eru til sölu á vef hljómsveitarinnar á sinfonia.is/tonleikar-og-midasala

Verkfalli FT frestað

Kæru nemendur og forráðamenn. Verkfalli Félags tónlistarskólakennara, FT, hefur verið frestað. Skrifað var undir samning á 6. tímanum í morgun og niðurstöður úr kosningu félagsmanna um samninginn munu liggja fyrir þann 8. desember n.k.

Kennsla í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er því hafin að nýju.

Tónfundir falla niður

Tónfundir sem eiga að vera í þessari viku, mánudag til föstudags, falla niður vegna verkfalls Félags tónlistarskólakennara. Lang flestir af þeim nemendum sem koma áttu fram á tónfundunum eru nemendur kennara í verkfalli auk þess sem tónfundirnir áttu að vera í umsjón kennara sem eru í verkfalli.