Nemendum stendur nú til boða að koma í stoðtíma á miðvikudögum kl. 18:15-19:00 til að vinna í tónfræðihluta Kjarnanámsins.
Jóhanna María kjarnakennari verður til staðar til að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins.
Stoðtíminn er val hvers nemanda og mæting er þar af leiðandi ekki skráð.
Ef einhver sem hyggst nýta sér tímana en kemst ekki kl.18:15 þá getur hann samt sem áður mætt, nýtt sér það sem eftir er af tímanum og fengið aðstoð hjá Jóhönnu Maríu.