Seinni bólusetning leikskólabarna og 6-11 ára barna í Reykjanesbæ (1.-6. bekkur) mun fara fram hér í Tónlistarskólanum n.k. föstudag, þann 4. febrúar.
Hvíldaraðstaða/biðaðstaða að lokinni bólusetningu verður í Stapa, Hljómahöll eins og í fyrri bólusetningunni.
Vegna þessa fellur öll kennsla í Tónlistarskólanum niður þann dag, bæði hljóðfærakennslan í grunnskólunum og öll kennsla hér í heimastöð skólans að Hjallavegi 2.
Þetta á líka við um kvöldtíma.
Þegar bólusetningunum er lokið, verður skólinn þrifinn vel og vandlega og öll svæði og stofur sem notaðar verða í bólusetningunni sótthreinsaðar.
Skólinn verður því tilbúinn fyrir nemendur og starfsfólk strax á mánudagsmorgun.
Þótt kennsla Tónlistarskólans falli niður á föstudaginn, þá verður skrifstofa skólans opin og við skólastjórarnir til taks, en þá eingöngu í gegn um tölvupóst eða síma.
Aðrar gestakomur en þær sem snúa að bólusetningunum eru óheimilar.