Skólaslit 2017

Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöllinni, þriðjudaginn 30. maí kl. 18.00. Það hefur ávallt verið fjölmenni við skólaslit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og nú sem endranær eru allir velkomnir. Á skólaslitunum verða að venju afhent prófskírteini og aðrar einkunnir, Íslandsbanki mun veita nemanda hin árlegu „Hvatningarverðlaun“ bankans og falleg tónlist verður flutt. Athöfnin tekur u.þ.b eina klukkustund.