Lionsklúbbur Njarðvíkur veitti í gær, sunnudaginn 27. nóvember, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar myndarlegan styrk eins og klúbburinn hefur gert árlega, mörg undanfarin ár. Styrkurinn var að venju afhentur í Verslunarmiðstöðinni Krossmóa við sama tækifæri og jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarð
víkur var sett í gang. Styrkurinn er kærkominn og verður varið til að styrkja tónleikahald nemenda skólans.
Tveir gítarnemendur skólans, Alexander Grybos og Luka Bosnjak, léku tvö jólalög við þetta tækifæri, ásamt kennara sínum.