Næstkomandi fimmtudag, 26. nóvember, heldur yngsta lúðrasveit skólans hausttónleika kl.18:00 í salnum Berg. Sveitin mun spila þau lög sem þau hafa unnið að í haust og er efnisskráin fjölbreytt, m.a. má heyra þjóðlög, popp og rokk.
Ásamt lúðrasveitinni kemur fram lítið klarinettusamspil nemenda Geirþrúðar klarinettukennara.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og eru allir velkomnir!