Sigmar Marijón Friðriksson, harmonikunemandi við skólann, sigraði í harmonikukeppni S.Í.H.U. Sambands íslenskra harmonikuunnenda, sem haldin var í Garðabæ s.l. laugardag. Hann keppti í flokki 12 ára og yngri.
Þetta er keppni til Íslandsmeistara og Sigmar ber því titilinn „Íslandsmeistari í harmonikuleik 2013“, í sínum aldursflokki.
Kennari Sigmars Marjóns er German Khlopin.
Tónlistarskólinn óskar Sigmari og German til hamingju með sigurinn.
Hægt er að sjá myndir frá keppninni á www.harmoniku-unnendur.com