28. apríl sl. hélt Ína Dóra Hjálmarsdóttir framhalds- og burtfarartónleikar sína frá skólanum. Húsfyllir var á tónleikunum og voru áhorfendur ansi lukkulegir þegar Ína söng 2 aukalög eftir að hún var klöppuð upp. Með henni spilaði Helga Bryndís á píanó, Díana Lind á gítar og í tveimur lögum söng bróðir hennar, afmælisbarnið, Snorri Hjálmarsson með henni. Hér að neðan eru myndir frá kvöldinu.
Sigrún Lína hélt sína framhalds- og burtfarartónleika sína tveimur dögum síðar, 30. apríl, fyrir fullum sal í Bergi. Margi voru á því máli að Sigrún hafi verið í fantastuði og aldrei sungið betur. Helga Bryndís lék með henni á píanó á tónleikunum.
Við óskum þeim innilega til hamingju með tónleikana!