Dagur íslenskrar tungu – tónleikar

Tónleikar hljómborðsdeildar og klassískrar söngdeildar

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað með tónleikum miðvikudaginn 16. nóvember kl. 17:00 í Bergi, Hljómahöll.

Á tónleikunum munu söngnemendur flytja lög við ljóð nokkurra helstu skálda þjóðarinnar.
Meðleikarar eru nemendur hljómborðsdeildar.

Þetta er fimmta árið sem hljómborðsdeild og söngdeild tónlistarskólans halda tónleika af þessu tilefni.

Allir hjartanlega velkomnir!