Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er í spennandi samstarfsverkefni með hópi kvenna í tónlist sem kalla sig ReykjavíkBarokk.
Samstarfsverkefnið er tónlistarhátíð sem hefur fengið heitið Kona forntónlistarhátíð. Sjá Facebook viðburð hér
Hátíðinni er annars vegar ætlað að vekja athygli á konum fyrri alda í Evrópu sem stunduðu hljóðfæraleik og tónsmíðar en fengu litla sem enga athygli fyrir verk sín. Í þeim þætti hátíðarinnar leika nokkrir hljóðfæranemendur skólans á tónleikum í Bergi með ReykjavíkBarokk.
Hins vegar er hátíðinni ætlað að draga fram í dagsljósið kveðskap íslenskra kvenna fyrr á öldum, sem tengdust sjósókn og/eða tengdum störfum í landi. Í því sambandi verður fluttur kveðskapur eftir Látra-Björgu og Hallgrím Pétursson. Sá þáttur forntónlistarhátíðarinnar nefnist Sjókonur og snillingar og er glænýtt tónleikhús. Það er í þeim þætti, Sjókonum og snillingum, sem nemendur í Kjarna 1 munu taka þátt í og hafa verið að kynnast þessum kveðskap í Kjarnatímum undanfarið.
Um helgina, 30. – 31. okt, er æfingahelgi með ReykjavíkBarokk hópnum vegna þessa verkefnis. Sjá æfinga- og tónleikaáætlun hér. Helgina þar á eftir, 6. og 7. nóvember eru æfingar, tvennir tónleikar á vegum ReykjavíkBarokks-hópsins í Bergi og síðan frumsýning tónleikhússins Sjókonur og snillingar í Stapa sunnudaginn 7. nóvember. Sjá hér
ATH grímuskylda er fyrir alla gesti eldri en 15 ára.
Laugardagur 6. nóvember:
Kl. 13:00 Berg: Tónleikar
Ólöf Sigursveinsdóttir, nýr sellókennari við TR og sellóleikari í ReykjavíkBarokk, leikur Sellósvítu nr. 3 í C dúr eftir Johann Sebastian Bach.
Gengið inn um Tónlistarskólann.
Sunnudagur 7. nóvember:
Kl. 14:00 Berg: Tónleikar
ReykjavíkBarokk ásamt hljóðfæranemendum úr Tónlistarskólanum flytja tónlist eftir Maddalenu Sirmen og Elizabeth J. de la Guerre.
Gengið inn um Tónlistarskólann
Kl. 16:00 Stapi: Sjókonur og snillingar – Tónleikhús
*ATH þessum tónleikum verður einnig streymt á Youtube rás skólans
ReykjavíkBarokk, Leikfélagið Fljúgandi fiskar o.fl. listamenn, ásamt nemendum úr Kjarna 1, sem hafa mikilvægt hlutverk í sýningunni.
Gengið inn um aðalinngang Stapa.