Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en við hvetjum þau, sem og alla okkar nemendur til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 500 í rými.
Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk.
Forráðamenn, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabygginguna og gæta að sóttvörnum.
Grímunotkun er valkvæð.
Um viðburði á vegum skólans gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og um 500 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.