Nú í febrúar hafa kennarar og nemendur blástursdeildar skólans einblínt á tvö skemmtileg þemu; lög tengd svæðinu og íslensk júróvisjón lög. Til að setja endapunkt á þennan þemamánuð verða tvennir tónleikar mánudaginn 22. febrúar, þeir fyrri hefjast kl.16 og seinni kl.17. Engir áhorfendur eru leyfðir í salnum en öllum er velkomið að fylgjast með á Youtube-rás skólans hér.