Dagur Tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna er nú haldinn hátíðlegur árlega sunnudaginn 7. febrúar sem er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi menntamálaráðherra. Litið er á hann sem „föður“ íslenska tónlistarskólakerfisins vegna framgöngu hans á 7. áratug síðustu aldar um fyrstu lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.

Í tilefni dagsins stendur skólinn fyrir nemendatónleikum í netheimum alla helgina.Síðustu daga hafa verið tekin upp myndskeið af ýmsum hópum á öllum aldri í skólanum og eru nemendur spenntir að sýna ykkur afraksturinn.

Tónleikarnir eru nú aðgengilegir hér að ofan undir flipanum Dagur Tónlistarskólanna 2021. Góða skemmtun!