Söngnámskeið fyrir kórafólk

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir söngnámskeiði ætluðu fólki sem er í kórum á Suðurnesjum. Um er að ræða mjög praktískt námskeið fyrir fólk sem nú þegar er í kór en vill bæta sig raddlega og í nótnalestri. Námskeiðið er jafnframt ætlað þeim sem hafa enga reynslu af kórsöng en langar að byrja í kór.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna undir hnappinum „Söngnámskeið fyrir kórafólk“ hér að ofan!