Tónlistarskólinn vegna starfsdaga í Heiðarskóla

Fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember verða starfsdagar í Heiðarskóla. Þar sem starfsdagarnir fara fram á Akureyri, verður ekkert af starfsfólki Heiðarskóla tiltækt, þannig að við getum ekki kennt í húsnæði skólans. Kennarar Tónlistarskólans hafa því endurskipulagt hljóðfæratímana hjá Heiðarskólanemendum þessa daga og fært tímana í önnur húsnæði okkar. Allir hljóðfæranemendur Heiðarskóla sem eiga að vera í tímum fimmtudaginn 8. eða föstudaginn 9. nóvember, eiga að hafa fengið upplýsingar um hvar hljóðfæratímarnir verða.

Forskóli Tónlistarskólans í Heiðarskóla fellur niður þessa daga.