Lúðrasveitatónleikar á Hvítasunnu

Vortónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða í Stapa, Hljómahöll, mánudaginn 25. maí, sem er annar í hvítasunnu. Á tónleikunum sem hefjast kl. 18:00, koma fram yngsta, mið og elsta sveit. Elsta lúðrasveitin hefur kallað til liðs við sig góða gesti sem nokkurs konar einleikara, en það eru kór söngdeildar og elsta gítarsveit skólans. Efnisskrá tónleikanna er því mjög fjölbreytt, þar sem aldur hljóðfæraleikara lúðrasveitanna og getustig er mjög breitt og aðkoma kórsins og gítarsveitarinnar mun setja annan og nýstárlegan blæ á tónleikana.

Stjórnendur lúðrasveitanna eru Harpa Jóhannsdóttir, Kristín Þ. Pétursdóttir, Björgvin R. Hjálmarsson og Karen J. Sturlaugsson. Stjórnandi Kórs Söngdeildar er Dagný Þ. Jónsdóttir og stjórnandi gítarsveitarinnar er Þorvaldur M. Guðmundsson.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.