
Miðað við nýja reglugerð þá verður engin breyting á starfsemi Tónlistarskólans frá 18. nóv – 2. des.
-Einkatímar eru á sínum stað, bæði innan grunnskólanna og í Tónlistarskólanum
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
-Tónfræðagreinar verða áfram í fjarkennslu hjá okkur.
-Allt hljómsveitastarf, allt samspilsstarf og allt tónleikahald liggur niðri enn um sinn.
-Grímuskylda er í öllu starfi með nemendum innan tónlistarskóla. Hún á við bæði við kennara og nemendur. Undanþágur snúa að kennslu á blásturshljóðfæri og söngkennslu.
-Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda.
Svo það allra mikilvægasta; handþvottur og spritt fyrir hverja kennslustund!