Sóttvarnarreglur 2022

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar.
Ef einhverjar breytingar verða á hóptímum munu kennarar láta sína nemendur vita, fylgist vel með skilaboðum þeirra.
Hér að neðan eru gildandi sóttvarnarreglur til og með miðvikudeginum 12. janúar.

Nemendur og aðrir
· Hámarksfjöldi nemenda í sama rými er 50
· Fjöldatakmörkun gildir ekki í almennu rými
· Blöndun nemenda/-hópa er heimil
· Nemendur fæddir 2005 og fyrr skulu bera andlitsgrímu, á göngum og í kennslustund
· Að lágmarki 1 meter skal vera á milli nemenda í kennslustofum og á hópæfingum/-tímum
· Aðstandendur Suzukinemenda sem fylgja þeim í náminu, skulu bera andlitsgrímu
· Nemendur spritti hendur áður en farið er í kennslustund
· Við hvetjum nemendur til að þvo sér oft og vel um hendur
· Séu nemendur með einkenni covid-smits, skulu þeir ekki mæta í tónlistarskólann
· Gestakomur eru ekki heimilar nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda