Stórskemmtilegt landsmót C/D skólalúðrasveita fór fram um síðustu helgi hér í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, í raun var öll Hljómahöllin undirlögð að undanskildu Rokksafni Íslands. Húsið rúmaði alla starfsemi og gesti vel, spilað var í hverju horni alla helgina sem lauk með stórskemmtilegum tónleikum í Stapa á sunnudeginum. Þar komu fram hljóðfærakórar, blásarakvintett og afrakstur námskeiðs hjá Inga Garðari Erlendssyni um nútímanótnaskrift fékk að óma. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá helginni:
- Saxófónkór undir stjórn Braga Vilhjálms og Björgvins Ragnars
- Slagverkssamspil undir stjórn Jóns Björgvinssonar
- Brasskór undir stjórn Össurar Geirssonar og Vilborgar Jónsdóttur
- Þverflautukór á æfingu með Snorra Heimissyni
- Klarinettusamspil undir stjórn Gests Áskelssonar og Berglindar Halldórs
- Frá mótsetningu
- Kynning frá Sigurði Flosa um kennaradeild FÍH
- Trompetkór á tónleikum undir stjórn Jóa Stefáns
- Verkið Karókí I e. Inga Garðar Erlendsson í flutningi 60 krakka
- Blásarakvintett á tónleikum undir stjórn Sólveigar Morávek