Skóladagatal fyrir veturinn 2016-2017 er nú komið á vefinn og hægt að nálgast það hér að ofan undir „Skólinn og námsumhverfið“.
Kennsla á hljóðfæri og í söng hefst fimmtudaginn 25. ágúst og kennsla í tónfræðigreinum fimmtudaginn 1. september. Umsjónarkennarar munu hafa samband við sína nemendur á starfsdögum, frá 18. – 24. ágúst, og úthluta tímum í hljóðfærakennslu og hóptímum.
Hljómsveitastarf hefst strax í upphafi kennslu, en það er þó aðeins mismunandi eftir deildum. Hljómsveitastjórar munu hafa samband vegna þess.