Í gær, miðvikudaginn 4. mars, fór fram virkilega skemmtilegur tónfundur. Þar komu fram ma.a nemendur á gítar, píanó, trompet og þverflautu eins og myndirnar hér að neðan sína.
Category: Frétt
Myndir frá tónfundi 2. mars
Frábær tónfundur fór fram 2. mars í Bergi. Á tónleikunum komu fram nemendur á harmonikku, gítar, píanó og blokkflautur eins og sést hér á meðfylgjandi myndum.
Myndir frá kvikmyndatónleikum
Stórskemmtilegir kvikmyndatónleikar lúðrasveitanna fóru fram síðasta miðvikudag. Fullt var útúr dyrum og skemmtu áhorfendur sér mjög vel, ungir sem aldnir. Allar lúðrasveitir skólans spiluðu kvikmyndatónlist frá öllum tímum kvikmyndasögunnar meðan myndbrot rúlluðu á tjaldi. Mátti m.a. heyra lög úr Hringjaranum í Notre Dame, Batman, Frozen, Midway og Latabæ.
Klarinett kynning
Klarinett kennararnir Kristín Þóra og Geirþrúður stóðu fyrir alsherjar klarinett kynningu um daginn fyrir nemendur deildarinnar. Innan klarinett fjölskyldunnar eru fjöldamörg ólík hljóðfæri og voru nemendurnir hæstánægðir að fá kynninguna.