Lok og læs!

Kæru nemendur, forráðamenn og aðrir velunnarar

Vegna tilskipana frá sóttvörnum og ráðuneytum og í samráði við fræðsluyfirvöld Reykjanesbæjar, þá verður Tónlistarskólinn lokaður og þar af leiðandi engin kennsla á morgun fimmtudaginn 25.mars og föstudaginn 26.mars.

Eftir það tekur við páskafrí. Upplýsingar um hvaða skipulag tekur við eftir páskafrí koma síðar þegar ljóst er hvaða reglur gilda þá um skólahald.
Gleðilega páska!