Nemendur í Ungsveitinni

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands hélt tónleika sunnudaginn 26. septsember í Eldborgarsal Hörpu undir stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Efnisskráin var Sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Ungsveit SÍ er skipuð ungmennum úr tónlistarskólum landsins og þurfa nemendurnir að standast prufuspil til að fá sæti í hljómsveitinni. Að þessu sinni var Ungsveitin skipuð um 80 hljóðfæraleikurum.Þrír nemendur okkar voru í hljómsveitinni, þau Bergur Daði Ágústsson, trompet, Magnús Már Newman, pákur og Rozalia Mietus, fiðla. Þau stóðu sig frábærlega vel, sem og hljómsveitin öll, og þau spiluðu sína „parta“ af miklu öryggi. Innilega til hamingju með frammistöðuna, Bergur, Magnús og Rozalia og takk fyrir tónleikana. Sömuleiðis færi ég kennurum þeirra, þeim Karen, Þorvaldi og Unni hamingjuóskir og þakkir fyrir vandaðan undirbúning. Haraldur Á. Haraldsson.