- Allir fæddir 2005 og fyrr: Nálægðarmörk skulu vera 1 meter, ef ekki er hægt að viðhafa þau mörk, þá gildir grímuskylda.
- Allir fæddir 2005 og fyrr, skulu bera grímu þegar gengið er í kennslustofu, þar til allir eru sestir/komnir á sinn stað.
- Allir spritta hendur áður en gengið er inn í kennslustund.
- Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en við hvetjum þau, sem og alla okkar nemendur til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
Varðandi smitgát, þá mega nemendur mæta í skóla, en þeir þurfa að gæta vel að persónulegum smitvörnum og forðast að vera í margmenni að óþörfu. Við getum hjálpað til með persónulegu smitvarnirnar. Þ.e. að passa uppá að nemendur þvoi sér um hendur og noti handsprittið sem er í boði hér um allan skólann.
Nemendur í smitgát eru beðnir um að setja á sig grímu þegar þeir koma inn í skólann og hafi hana á sér þegar þeir mæta inn í stofu í t.d. tónfræðagreinum og samspil/hljómsveit. Blásarar geta tekið niður grímu þegar kennslustund hefst.
Mjög mikilvægt að forráðamenn og nemendur láti kennara vita af því ef nemandi er í smitgát.
Tónleikar: Frá og með næstu tónleikum, sem verða þri. 16. nóv. kl.17.30, verða ekki gestir í sal. Tónleikum verður eingöngu streymt, a.m.k. til og með 8. desember, nema það verði gerðar breytingar í aðra átt fyrir þann tíma.
Gestir: Aðstandendur og aðrir gestir sem koma hér í skólann þurfa að bera grímu meðan þeir eru hér í húsi. Við óskum samt eftir því að utanaðkomandi komi ekki hér inn nema af brýnni nauðsyn.