Þriðjudaginn 26. apríl heldur Hljómborðsdeild Tónlistarskóla Rekjanesbæjar Hátíðartónleika í Stapa, Hljómahöll. Tónleikarnir hefjast kl.18 og gengið er inn um inngang Stapa.
Vakin er athygli á því að tónleikunum verður ekki streymt.
Þetta er í fyrsta sinn sem deildin heldur tónleika með þessari yfirskrift, en stefnt er á að þeir verði árlegur viðburður í tónleikahaldi skólans.
Fram koma liðlega 30 nemendur deildarinnar, þ.e. píanó- og harmonikunemendur, sem annars telur um 100 nemendur, og flytja úrval einleiks- og samleiksverka.
Allir eru velkomnir.