N.k. miðvikudag, 2. mars sem er Öskudagur, er starfsdagur hér í Tónlistarskólanum og því engin kennsla þann dag. Skrifstofan er hins vegar opin til kl.14:00.
Month: febrúar 2022
Tónleikar framundan
Næstu nemendatónleikar verða 17. febrúar einnig eru tónleikar dagana 7. 8. og 10. mars
Allir tónleikarnir eru í Bergi og hefjast kl. 17:30 Eins og sóttvarnarreglur eru núna þá tökum við fagnandi á móti gestum en áfram munum við streyma tónleikum á youtube rás skólans. Hlökkum til að sjá ykkur!
Stoðtími í Kjarna
Nemendum stendur nú til boða að koma í stoðtíma á miðvikudögum kl. 18:15-19:00 til að vinna í tónfræðihluta Kjarnanámsins.
Jóhanna María kjarnakennari verður til staðar til að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins.
Stoðtíminn er val hvers nemanda og mæting er þar af leiðandi ekki skráð.
Ef einhver sem hyggst nýta sér tímana en kemst ekki kl.18:15 þá getur hann samt sem áður mætt, nýtt sér það sem eftir er af tímanum og fengið aðstoð hjá Jóhönnu Maríu.
Kennsla fellur niður 4. febrúar
Seinni bólusetning leikskólabarna og 6-11 ára barna í Reykjanesbæ (1.-6. bekkur) mun fara fram hér í Tónlistarskólanum n.k. föstudag, þann 4. febrúar.
Hvíldaraðstaða/biðaðstaða að lokinni bólusetningu verður í Stapa, Hljómahöll eins og í fyrri bólusetningunni.
Vegna þessa fellur öll kennsla í Tónlistarskólanum niður þann dag, bæði hljóðfærakennslan í grunnskólunum og öll kennsla hér í heimastöð skólans að Hjallavegi 2.
Þetta á líka við um kvöldtíma.
Þegar bólusetningunum er lokið, verður skólinn þrifinn vel og vandlega og öll svæði og stofur sem notaðar verða í bólusetningunni sótthreinsaðar.
Skólinn verður því tilbúinn fyrir nemendur og starfsfólk strax á mánudagsmorgun.
Þótt kennsla Tónlistarskólans falli niður á föstudaginn, þá verður skrifstofa skólans opin og við skólastjórarnir til taks, en þá eingöngu í gegn um tölvupóst eða síma.
Aðrar gestakomur en þær sem snúa að bólusetningunum eru óheimilar.