Neðangreint er skv. 5. gr. reglugerðar um skólastarf, sem kveður á um starfsemi tónlistarskóla. Gildistími er frá og með 24. febrúar til og með 30. apríl 2021.
- Öll tónlistarkennsla er heimil með þeim takmörkunum sem koma fram hér að neðan.
- Einstaklingskennsla í hljóðfæraleik og söng er heimil með 1 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og kennara. Sé það ekki hægt skal kennari nota grímu.
- Nemendur á leikskóla- og grunnskólaaldri eru undanþegnir nálægðartakmörkunum sem og grímuskyldu.
- Sé ekki unnt að halda 1 metra fjarlægð milli kennara og nemenda á framhaldsskólaaldri og eldri, skulu báðir aðilar nota grímu.
- Geti starfsfólk ekki haldið 1 metra fjarlægð sín á milli skal það bera andlitsgrímur. Það á við um öll rými og svæði í skólanum.
- Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn í hverju rými
- Fjöldi nemenda, óháð aldri, og starfsmanna skal ekki fara yfir 150 í hverju rými.
- Hljómsveita-, samspils- og samsöngsstarf er heimilt, en þó háð þeim fjöldatakmörkunum sem getið er hér að ofan.
- Kennurum og öðru starfsfólki tónlistarskóla er heimilt að fara á milli hópa. Þeir skulu þó ekki vera fleiri en 50 í sama rými.
- Ef ekki er hægt að halda 1 metra nálægðartakmörkunum milli nemenda og kennara/starfsfólks í hópastarfi skal kennari/starfsfólk nota grímu.
- Blöndun nemenda milli hópa er heimil í öllum aldurshópum með ofangreindum skilyrðum sóttvarna og fjöldatakmörkunum.
- Allt að 200 gestum er heimilt að vera viðstaddir tónleika á vegum skólans, en háð skilyrðum 4. mgr., 3. gr. reglugerðar um fjöldatakmarkanir, útg. 23. febrúar s.l.
- Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta vel að sóttvörnum.
- Þeir skulu gæta a.m.k. 1 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart starfsfólki og bera andlitsgrímur.
- Allir, bæði starfsfólk og nemendur, skulu stunda góðan handþvott og sprittun. Starfsfólk tónlistarskólans sér til þess að snertifletir séu sótthreinsaðir eftir hvern hóp og á milli einstaklingskennslustunda.
- Snertifletir á almennum svæðum í skólanum eru sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.