Skólastarfið hafið

Nú er skólastarfið komið á fulla ferð. Kennsla hafin í Forskóla og öllum tónfræðagreinum og allar hljómsveitaæfingar og samspilstímar eru einnig byrjaðir. Framundan er spennandi og skemmtilegur vetur bæði hjá nemendum og kennurum við tónlistarnám og -kennslu og vonandi verður árangurinn í samræmi við væntingar.