Kennsluhlé vegna flutninga

Vegna flutnings skólans í nýtt húsnæði í Hljómahöll, verður gert hlé á allri kennslu og öllu samspili frá mánudeginum 20. janúar til og með föstudeginum 31. janúar.

Kennsla í Forskóla fellur aftur á móti ekki niður.

Kennsla hefst að nýju mánudaginn 3. febrúar n.k. Kennsla út í grunnskólunum verður með venjulegum hætti, en öll kennsla utan grunnskólanna verður þá komin í nýja húsið okkar í Hljómahöll, þ.m.t. kennsla þeirra nemenda sem hafa verið í hljóðfæratímum í grunnskólunum utan skólatíma.

Kennsla hafin og kennsluhlé

Nú er kennsla hafin að nýju eftir jólaleyfi í öllum námsgreinum.

Janúarmánuður verður með nokkuð breyttum hætti vegna flutninga skólans í nýtt húsnæði í Hljómahöllinni.

Við kennum núna til og með föstudeginum 17. janúar. Þá gerum við hlé á kennslu í hljóðfæragreinum, söng og öllum hliðargreinum, þ.e. tónfræðagreinum, Tónveri, hljómsveitastarfi og öðru samspili.

Kennsluhléið mun standa yfir í 2 vikur, þ.e. frá mánudeginum 20. til og með föstudeginum 31. janúar.

Við hefjum svo kennslu að nýju mánudaginn 3. febrúar og þá í hinu nýja og glæsilega húsnæði okkar í Hljómahöll.