Prófdagar hafnir í hljóðfæraleik og söng

Nú eru Ársprófin hafin fyrir nemendur í hljóðfæranám og söng. Prófin standa yfir frá og með deginum í, fimmtudaginn 18. apríl til og með miðvikudeginum 24. apríl. Allir nemendur eiga að vera komnir með prófdag, próftíma og staðsetningu.

Þessa daga fellur kennsla niður í hljóðfæradeildum og söngdeild. Í einstaka tilfellum gætu þó nemendur átt að mæta í tíma, en þá hefur kennari tekið það sérstaklega fram.

Athugið að kennsla í tónfræðagreinum, samspili og hljómsveitum fellur EKKI niður.

STÓR-tónleikar Lúðrasveitin (D-sveit) og Hljómsveitin Valdimar

Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Hljómsveitin Valdimar halda sannkallaða Stór-tónleika á kosningadaginn, laugardaginn 27. apríl n.k. kl.19.30 í Andrews-leikhúsi.  Flutt verða þekktustu lög Hljómsveitarinnar Valdimars í splunkunýjum útsetningum fyrir þessar tvær hljómsveitir.

Miðasala er hafin á midi.is og er miðaverð aðeins kr. 2000

Það má enginn láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Athugið að Andrews leikhús tekur ekki nema um 490 manns. „Fyrstir koma –  fyrstir fá“.

Sigmar Marijón sigraði í harmonikukeppni S.Í.H.U.

Sigmar Marijón Friðriksson, harmonikunemandi við skólann, sigraði í harmonikukeppni S.Í.H.U. Sambands íslenskra harmonikuunnenda, sem haldin var í Garðabæ s.l. laugardag. Hann keppti í flokki 12 ára og yngri.

Þetta er keppni til Íslandsmeistara og Sigmar ber því titilinn „Íslandsmeistari í harmonikuleik 2013“,  í sínum aldursflokki.

Kennari Sigmars Marjóns er German Khlopin.

Tónlistarskólinn óskar Sigmari og German til hamingju með sigurinn.

Hægt er að sjá myndir frá keppninni á www.harmoniku-unnendur.com