Fjarkennsla í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Frá og með morgundeginum, miðvikudeginum 25. mars, munum við hefja fjarkennslu í öllum tónfræðagreinum, sem og í öllum hljóðfæragreinum og söng.
Það fyrirkomulag verður viðhaft á meðan smithætta vegna Covid-19 veirunnar varir og takmarkanir á skólahaldi eru í gildi.
Kennsla í Tónveri verður áfram í skólanum.

Nú þegar hafa verið sendir út 2 tölvupóstar til nemenda/forráðamanna:
Annars vegar póstur vegna tónfræðakennslunnar til þeirra árganga sem stunda það nám. Í þeim pósti er útlistað hvernig nemendur ná sér í aðgang að fjarkennslunni.
Hins vegar póstur til allra hljóðfæra- og söngnemenda. Kennarar munu hafa samband við nemendur sína varðandi útfærslu kennslunnar.

Við vonumst til þess að nemendur verði virkir og duglegir í þessu nýja fyrirkomulagi og í góðu sambandi við kennara sína.

Starfsemi Tónlistarskólans í samkomubanni

N.k. mánudag, þann 16. mars, verður starfsdagur í öllum grunnskólum og leikskólum Reykjanesbæjar en ekki í Tónlistarskólanum. Öll hljóðfærakennsla sem vanalega er í húsnæði grunnskólanna færist í Tónlistarskólann í Hljómahöll og sömuleiðis falla allir hóptímar niður.

Í ljósi þeirra ákvarðana sem íslensk stjórnvöld hafa tekið vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og þau kynntu nú fyrir helgi um samkomubann og samkomutakmarkanir næstu 4 vikurnar mun starf Tónlistarskólans eðlilega taka miklum breytingum.
Eftir stranga fundarsetu um helgina hefur komið tilskipum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að öll hópkennsla falli niður í Tónlistarskólum/Skólahljómsveitum landsins meðan samkomubann er í gildi. Þetta þýðir að hljómsveita- og hópæfingar og tónfræðitímar falla niður í okkar skóla. Þetta á auðvitað líka við um alla þá tónleika sem voru á dagsskrá hjá okkur.

Varðandi einkakennslu (hljóðfæra- og söngtímar) þá mega þeir eingöngu fara fram í Tónlistarskólanum í Hljómahöll. Kennarar skólans hafa ekki heimild til þess að kenna einkatíma í grunnskólum bæjarins og fara næstu dagar í það að endurskipuleggja stundaskrá allra þegar fyrirkomulag grunnskólanna liggur fyrir. Kennarar munu vera í góðu sambandi við sína nemendur og forráðamenn.

Í öllum tilfellum munum við taka fullt mark á fyrirmælum stjórnvalda um dreifingu, þ.e. 2 metrar á milli fólks.

Aðgengi annarra en nemenda og starfsfólks inn í skólann er ekki lengur heimilt.
Þeir sem aka börnum sínum í tónlistarsólkann eða sækja, og hafa hingað til fylgt þeim inn, mega það ekki á meðan samkomubann varir. Við bendum forráðamönnum og öðrum að hafa samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Svo hvetjum við nemendur eindregið til þess að þvo sér vel um hendur þegar inn er komið og nota handspritt, en það er í boði á salernum nemenda á báðum hæðum og í öllum kennslustofum. Minnum einnig á að ef nemendur eru veikir eiga þeir að halda sig heima.

Forskólatónleikar falla niður

Til forráðamanna nemenda í 2. bekk grunnskólanna / Forskóla 2.
Sú ákvörðun hefur verið tekin, að vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar falla forskólatónleikarnir niður, sem áttu að vera í dag 12. mars.
Þessi ákvörðun er tekin í samráði við bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar.

 

Ekki verkfall í Tónlistarskólanum

Til að taka af allan vafa þá mun kennsla í Tónlistarskólanum ekki raskast ef til verkfalls kemur hjá félagsmönnum BRSB, hvorki í grunnskólunum né í Tónlistarskólanum. Þeir nemendur sem sækja sína hljóðfæratíma í grunnskólum bæjarsins mæta í sína tíma þó röskun sé á starfi þeirra.

COVID-19 og Tónlistarskólinn

Eins og ykkur öllum er eflaust kunnugt um hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (COVID-19). Við leggjum nú sérstaka áherslu á hreinlæti, s.s. reglulegan handþvott og notkun handspritts í skólanum okkar með það fyrir augum að fyrirbyggja smithættu.

Á salerni skólans eru komnar leiðbeiningar um handþvott og dælur með sprittvökva. Einnig munu kennarar þrífa helstu snertifleti; nótnaborð á píanóum, nótnastadíf, hurðarhúna o. fl.) með sprittvökva milli kennslustunda. Mikilvægt er að heima sé rætt við börnin og þeim leiðbeint um handþvott, að hósta eða hnerra í olnbogabót en ekki lófa og annað sem fram hefur komið að gæti hægt á eða komið í veg fyrir smit.

Nemendur þurfa að koma með sín eigin skriffæri í Kjarnatíma og aðrar tónfræðagreinar og nemendur fá ekki lánaða trommukjuða eða hljóðfæri á hljómsveita-og samspilsæfingum.

Við bendum jafnframt á mikilvægar upplýsingar frá Embætti landlæknis um hvernig forðast eigi smit kórónuveirunnar Covid-19 og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit.

Einnig er bent sérstaklega á lykilsímanúmerið 1700, sem allir eiga að hringja í ef áhyggjur af smiti eru til staðar. Á vefsíðum almannavarna og embættis landlæknis eru bestu upplýsingarnar um þessi mál.

Stjórnsýslan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú kappsamlega gegn útbreiðslu veirunnar og viljum við leggja áherslu á að farið sé að tilmælum sóttvarnalæknis og annarra sérfræðinga hvað snertir hreinlæti, sýkingarvarnir, sóttkví og samstöðu.

Hér má finna upplýsingar sem ætlaðar eru fyrir börn og ungmenni: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Grunnupplysingar-um-koronaveiruna-fyrir-born-og-ungmenni?fbclid=IwAR0dQ7LnkDMF5cX7-citHdP2_-xmrlENAP_IrOXt782uQQBO1wK4_qNwgbY

Hér er fréttatilkynning frá Embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar þar sem m.a. koma fram leiðbeiningar vegna ferðalaga, https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39279/frettatilkynning-vegna-koronaveirunnar-covid-19-28022020?fbclid=IwAR3X30IWGunhIuhhmtTIi1nmX4UIF7WZ4mLkx_AmoFkSFr9gBsqjay-ILfA