Við getum bætt við okkur nokkrum söngelskum börnum í Barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kórinn er ætlaður börnum á aldrinum 9-12 ára (í 4. til 7. bekk) og er fyrir bæði nemendur tónlistarskólans og önnur börn á þessum aldri sem búsett eru í Reykjanesbæ. Nemendur í Barnakórnum þurfa ekki að vera nemendur tónlistarskólans að öðru leiti.
Þau kórbörn sem ekki eru nemendur tónlistarskólans þurfa að greiða kórgjald, sem er stillt mjög í hóf, eða 10.000kr. fyrir önnina. Almennir nemendur Tónlistarskólans greiða hins vegar ekki kórgjaldið.
Æfingar eru á þriðjudögum kl.17:00-18:00 og föstudögum kl.15:00-15:45 í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2. Umsækjendur verða teknir í raddprófun áður en inntaka í kórinn er staðfest. Athugið að aðeins er um nokkur pláss að ræða.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans sem er opin mán., þri., fim. og fös. frá kl.13-17 og mið. frá kl.9-13. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 13. janúar n.k.