Suzuki blokkflauta

Suzuki-blokkflauta: Tónlistarskólinn bauð um árabil upp á fiðlunám samkvæmt Suzuki-aðferðinni, en af óviðráðanlegum ástæðum varð að leggja það nám niður fyrir nokkrum árum. Nú ætlar skólinn að endurvekja Suzukinámið, en í formi blokkflautukennslu.
Námið er ætlað börnum á aldrinum 3-6 ára og skilyrði er að foreldri/forráðamaður fylgi barni ýsínu í náminu. Fyrstu vikurnar er námið í formi foreldrafræðslu sem miðar að því að foreldrar geti kennt barni sínu heima og stutt við það í náminu í framhaldi af kennslustundinni í tónlistarskólanum.
Blokkflaututímar (einkatímar) eru 1 x 30 mínútur á viku og hóptími/samspil 60 mínútur aðra hvora viku. Í hóptímana mætir píanóleikari til að spila undir með börnunum.
Suzuki-aðferðin er kennd við upphafsmann hennar, Japanann S. Suzuki og byggir á því að börn læra að leika á hljóðfæri með áþekkum hætti og það lærir móðurmálið sitt, enda er aðferðin oft kölluð „móðurmálsaðferðin“.
Aðeins örfáir nemendur verða teknir inn.
Upplýsingar um námsgjöld er að finna í gjaldskrá skólans hér á vefsíðunni.

Kennari er Ína Dóra Hjálmarsdóttir.