Fiðlarinn á þakinu

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, í samstarfi við Óperufélagið Norðuróp, setur upp söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu“ helgina 15. – 17. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli bæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Óperufélagsins Norðuróps á þessu ári.

Fiðlarinn á þakinu er einn kunnasti söngleikur allra tíma og hefur farið sigurför um heiminn frá því að hann var frumfluttur árið 1964. Söngleikurinn byggir á bókinni Tevje og dætur hans eftir Sholem Aleichem en söngleikinn sömdu þeir Jerry Bock og Sheldon Harnick. Tónlistin var gerð fyrir Broadway en í henni gætir áhrifa klezmertónlistar gyðinga. Sagan gerist í Rússlandi í upphafi 20. aldar á tímum rússneska keisarans. Tevje mjólkurpóstur og fjölskylda hans eru gyðingar en fjölskylduföðurnum þykir dæturnar full frjálslegar í trúnni.

Rjóminn af tónlistarsamfélaginu á Suðurnesjum tekur þátt í sýningunni en hljómsveitina skipa nemendur og kennarar Tónlistarskólans og fram koma 35 söngvarar sem koma úr ýmsum áttum.

Hljómsveitarstjóri: Karen J. Sturlaugsson
Leikstjóri: Jóhann Smári Sævarsson

Hlutverkalisti fyrir hverja sýningu er hér Fiðlarinn hlutverk

Sýningar: fös 15. nóv kl.19:00
                 lau 16. nóv kl.19:00
                 sun 17. nóv kl.19:00
Staðsetning: Stapi – Hljómahöll
Miðaverð: 3.800kr.
Miðasala: https://tix.is/is/event/8991/fi-larinn-a-akinu/
                  https://www.hljomaholl.is/vidburdir

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Reykjanesbæ