Tónleikaröð mið- og framhaldsnemenda

Dagana 28. mars til 1. apríl stendur skólinn fyrir sérstakri tónleikaröð þar sem fram koma nemendur í miðnámi og framhaldsnámi við skólann. Alls er um 6 tónleika að ræða og nánari upplýsingar eru hér fyrir neðan.

Allir tónleikarnir verða í Bergi, tónleikasal skólans og Hljómahallar og eru gestir velkomnir. Tónleikunum verður jafnframt streymt á YouTube rás skólans.  

Skólinn hefur um langt árabil staðið fyrir sérstökum tónleikum framhaldsnámsnemenda en að þessu sinni verða einnig tónleikar miðnámsnemenda. Umsagnaraðilar úr hópi kennara skólans munu leggja mat á frammistöðu nemenda. Gaman er að nefna það að Tónlistarskólinn hefur ekki áður haft frammistöðu nemenda á tónleikum sem sérstakan námsþátt og verður því áhugavert að sjá hvernig til tekst.

Tónleikar lengra kominna nemenda

28. mars kl. 19:30

29. mars kl. 19:30

Tónleikar miðnámsnemenda

30. mars kl. 17:00

30. mars kl. 18:00

31. mars kl. 17:00

1. apríl kl. 17:00

Stór-tónleikar Forskóladeildar

Fimmtudaginn 17. mars n.k., stendur Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir tvennum Stór-tónleikum í Stapa, Hljómahöll. Á tónleikunum koma fram nemendur í Forskóla 2, sem eru allir nemendur 2. bekkjar grunnskólanna (7 ára börn) ásamt Lúðrasveit TR.

Fyrri tónleikarnir verða kl.17. Á þeim koma fram forskólanemendur úr Háaleitisskóla, Holtaskóla og Stapaskóla.

Seinni tónleikarnir verða kl.18. Á þeim koma fram forskólanemendur úr Akurskóla, Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla.

Tónleikarnir taka um 30 mínútur hvor. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Tónleikunum verður jafnframt streymt á YouTube-rás skólans.

Forskóladeildin hefur um langt árabil staðið fyrir Stór-tónleikum einu sinni á vetri, ásamt lúðrasveitinni, sem er í hlutverki „undirleikara“ fyrir forskólanemendurna. Fyrstu árin fóru tónleikarnir fram í grunnskólunum og svo lokatónleikar haldnir í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur, en fyrir nokkrum árum var ákveðið að færa tónleikana í hinn glæsilega tónleikasal, Stapa í Hljómahöll og halda þar tvenna tónleika. Mikil ánægja hefur verið með það fyrirkomulag enda öll umgjörð tónleikanna hin glæsilegasta, stórt svið og flott sviðslýsing. Á tónleikunum koma fram alls um 300 börn og unglingar, þar af um 260 forskólanemendur, sem flytja fjölbreytta og stórskemmtilega efnisskrá.  

Nemendatónleikar í mars og apríl

Fleiri nemendatónleikum hefur verið bætt við nú i mars og apríl. Við hlökkum mikið til að heyra í okkar frábæru nemendum og bjóðum gesti velkomna. Tónleikum verður þó áfram streymt og má nálgast link hér til hliðar.

Hefðbundnir nemendatónleikar í Bergi:

  • mán. 14. mars 17:30
  • þrið. 15. mars 17:30
  • fös. 18. mars  17:30
  • mán. 21. mars 17:30
  • miðv. 23. mars 17:30
  • fös. 8. apríl 17:30

Aðrir tónleikar

  • mán. 28. mars kl. 19:30 Tónleikar lengra kominna nemenda.
  • þrið. 29. mars kl. 19:30 Tónleikar lengra kominna nemenda.
  • miðv. 30. mars kl. 17 og kl. 18 Tónleikar miðnámsnemenda.
  • fimm. 31 mars kl. 17 og kl. 18 Tónleikar miðnámsnemenda.
  • fös. 1. apríl kl. 17 Tónleikar miðnámsnemenda.

Tónleikar 5. mars

N.k. laugardag, 5. mars kl.13:00 heldur MEGA-Hljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tónleika í Bergi, Tónlistarskólanum / Hljómahöll. Hljómsveitin var sett saman fyrir stuttu síðan og er afmarkað verkefni nemenda skólans, en hljómsveitina skipa alls 21 nemandi á strengjahljóðfæri, klassíska gítara og blásturshljóðfæri auk tveggja kennara. Annar þeirra, Þórunn Harðardóttir, fiðlu- og víólukennari, er stjórnandi hljómsveitarinnar.Þessi samsetning á hljómsveit er frekar óvenjuleg, en samhljómurinn er afar fallegur þar sem mætast skerpa strengja- og blásturshljóðfæranna og mýkt gítaranna.Á efnisskrá tónleikanna, sem verða um hálftíma langir, eru 3 þjóðlög í sérstökum útsetningum fyrir áðurnefnda hljómsveitarsamsetningu.Gestir eru velkomnir auk þess sem tónleikunum verður streymt á YouTube-rás skólans.Það er gaman að geta þess að MEGA-Hljómsveitin verður eitt af framlögum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á „Nótunni – uppskeruhátíð tónlistarskóla“ sem fram fer í Salnum, Kópavogi, laugardaginn 19. mars n.k.