Hér á þessari síður koma fram helstu vendingar í skipulagi skólans meðan COVID veiran er enn á sveimi í samfélaginu.
Nemendur og aðrir
· Hámarksfjöldi nemenda í sama rými er 50
· Fjöldatakmörkun gildir ekki í almennu rými
· Blöndun nemenda/-hópa er heimil
· Nemendur fæddir 2005 og fyrr skulu bera andlitsgrímu, á göngum og í kennslustund
· Að lágmarki 1 meter skal vera á milli nemenda í kennslustofum og á hópæfingum/-tímum
· Aðstandendur Suzukinemenda sem fylgja þeim í náminu, skulu bera andlitsgrímu
· Nemendur spritti hendur áður en farið er í kennslustund
· Við hvetjum nemendur til að þvo sér oft og vel um hendur
· Séu nemendur með einkenni covid-smits, skulu þeir ekki mæta í tónlistarskólann
· Gestakomur eru ekki heimilar nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda
Smitgát – nemendur mega mæta í skólann eftir neikvæða niðurstöðu fyrra prófs, en þeir þurfa að gæta vel að persónulegum smitvörnum og forðast að vera í margmenni að óþörfu. Við getum hjálpað til með persónulegu smitvarnirnar. Þ.e. að passa uppá að nemendur þvoi sér um hendur og noti handsprittið sem er í boði hér um allan skólann.
Nemendur í smitgát eru beðnir um að setja á sig grímu þegar þeir koma inn í skólann og hafi hana á sér meðan þeir dvelja í skólanum. Blásarar geta tekið niður grímu þegar kennslustund hefst.
Mjög mikilvægt að forráðamenn og nemendur láti kennara vita af því ef nemandi er í smitgát.