Skólalok

Síðasti kennsludagur þessa skólaárs er miðvikudagurinn 26. maí, eftir það taka við starfsdagar og endar skólaárið með skólaslitum sem fara fram í Stapa mánudaginn 31. maí kl.18:00. Vegna fjöldatakmarkana er aðeins gert ráð fyrir starfsfólki skólans, nemendum sem luku áfangaprófum, nemendum sem flytja tónlistaratriði og handhafa Hvatningarverðlaunum Íslandsbanka. Fyrir aðra verður hægt að fylgjast með beinu streymi á Youtube-rás skólans hér.
Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!

Endurnýjun og nýjar umsóknir

Nú er heppilegur tími til að sækja um fyrir skólaárið 2021-2022.
Við getum bætt við okkur nokkrum nýjum nemendum á ýmis hljóðfæri og viljum við sérstaklega vekja athygli á kynningarnámi á blásturshljóðfæri. Það nám er ætlað nýjum nemendum í 3. – 5. bekk á málm- og tréblásturshljóðfæri. Skólagjöldin eru einungus 60.000kr. og er hljóðfæraleiga innifalin. Allar helstu upplýsingar um það nám er að finna hér að ofan undir hlekknum „Kynningarnám á blásturshljóðfæri

Sótt er um allt nám undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“ hér að ofan og þar endurnýja núverandi nemendur skólans einnig umsókn sína og staðfesta skólavist fyrir næsta skólaár.