Bjöllukórinn og Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Bjöllukórinn verður að venju þátttakandi í Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands eins og undanfarin ár og við erum enn og aftur afar stolt af því. Um er að ræða ferna tónleika sem verða að venju í Eldborg í Hörpu, laugardaginn 17. desember og sunnudaginn 18. desember og báða dagana kl. 14 og 16. Að þessu sinni verður yngri Bjöllukórinn einnig með í þessu verkefni og hefur það hlutverk að spila frammi á gangi fyrir tónleikagesti eftir hverja tónleika. Eldri Bjöllukórinn spilar hins vegar fyrir tónleikagesti á undan hverjum tónleikum og fer svo á svið með Sinfóníunni. Við hvetjum alla til þess að ná sér í miða en þeir eru til sölu á vef hljómsveitarinnar á sinfonia.is/tonleikar-og-midasala